Sport

Ætlar í mál við News of the World

Sven-Göran ætlar í mál við News of the World
Sven-Göran ætlar í mál við News of the World NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur ákveðið að fara í mál við breska blaðið News of the World, sem leiddi hann í gildru og skrifaði um hann hneykslandi grein um síðustu helgi. Talsmenn blaðsins standa hinsvegar fast á sínu og segja meira efni um málið koma í blaðinu á sunnudaginn.

Blaðamenn News of the World hittu Eriksson í gerfi auðmanna sem tjáðu honum að þeir vildu kaupa lið í ensku úrvalsdeildinni og sögðust ætla að bjóða honum gull og græna skóga fyrir að taka við þjálfun liðsins. Eriksson lét ýmis orð falla um leikmenn enska landsliðsins í samtali við dulbúnu blaðamennina og allt rataði á síður blaðsins um helgina. Grein þessi gerði skiljanlega allt vitlaust á Englandi í kjölfarið og þeim fjölgar alltaf sem vilja höfuð Svíans.

"Það hefur komið í ljós síðan um helgina að þetta var þaulskipulögð og fólskuleg árás á einkalíf Eriksson og allt sem hann sagði var tekið gróflega úr samhengi," sagði lögfræðingur Eriksson. Talsmaður News of the World segir hinsvegar að blaðið standi 100% við hvert orð sem skrifað var um landsliðsþjálfarann og hefur þegar kynnt að meira safaríkt efni verði birt um sama mál í blaðinu sem kemur út nú á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×