Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins 23. desember 2006 00:01 Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest. Innlent Viðskipti Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira