Innlent

Kvikmyndin Börn heimsfrumsýnd í San Sebastian

Nína Dögg Filippusdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni.
Nína Dögg Filippusdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni. Mynd/Vísir
Kvikmyndin Börn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem hefst í dag og stendur til 30. september næstkomandi. Myndin verður sýnd í flokk sem nefnist Zabaltegi og mun keppa um verðlaun fyrir leikstjórn og handrit. Til mikils er að vinna en verðlaunahafar frá háar peningafjárhæðir í verðlaun, þær hæstu sem þekkjast í heimi kvikmyndahátíða. Hátíðin er ein af virtustu kvikmyndahátíðum í heiminum og í sama gæðaflokk og kvikmyndahátíðirnar í Cannes og Berlín. Aðstandendur myndarinnar verða viðstaddir viðhafnarsýningu á myndinni næskomandi sunnudag. Alþjóðleg dreifing á Börnum er í höndum The Works sem er eitt stærsta og virtasta dreifingarfyrirtæki í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×