Víkingur hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn Breiðablik í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hér er um að ræða viðureign nýliðanna í deildinni. Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði úr vítaspyrnu og hann lagði svo upp annað markið fyrir félaga sinn Hörð Bjarnason með glæsilegum hætti á 31. mínútu.
