Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar enn

Mynd/AFP

Olíuverð sveiflaðist nokkuð á mörkuðum í dag. Verðið stóð til skamms tíma í 70,85 dollurum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en lækkaði nokkuð og stendur nú í 70,75 sentum, sem er 35 sentum meira en í gær. Norðursjávarolía, sem afhent verður í júní, hækkaði um 5 sent í kauphöll Lundúna í Bretlandi. Til skamms tíma fór tunnan í 72,20 dollara, sem er metverð. Hún stendur nú í 71,51 dal.

Fjármálasérfræðingar segjast búast við frekari hækkunum vegna aukinnar spennu í Íran og Nígeríu en tíðar árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu hafa orðið til þess að olíuframleiðsla í landinu hefur dregist saman um fjórðung.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×