Ungt fólk bjartsýnt á framtíðina 18. apríl 2006 19:00 Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. Samtök atvinnulífsins létu um mánaðamótin síðustu gera könnun meðal 19-20 ára Íslendinga um framtíðaráform þeirra og viðhorf til hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og samkeppnishæfni Íslands. Í ljós kom að 78 prósent ungmennanna vilja helst starfa hjá einkafyrirtæki í framtíðinni, þar af um 37 prósent sem eigin herrar. Samtök atvinnulífsins telja þetta vott um mikinn frumkvöðlaanda hér á landi en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að beisla hann. Gústaf Adolf Skúlason, fostöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá SA, segir að það megi gera með því að halda áfram að fela einkageiranum sem mest af þeirri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita núna. Þarna sjái krakkarnir sín tækifæri.Mikill meirihluti ungmenna, eða 81 prósent, telur hnattvæðingu og alþjóðlega samkeppni hafa góð áhrif á tækifæri sín í framtíðinni því verður að teljast ólíklegt að ungmenni hér á landi grípi til mótmæla gegn hnattvæðingunni eins og gerst hefur víða í Evrópu.Þá vekur það athygli að um helmingi þeirra ungmenna sem tók afstöðu í könnuninni telur jeppa besta farartækið. Þar á eftir koma góðir skór og einkaþota, en einn af hverjum átta á sér þann draum að ferðast um í slíku lúxusfarartæki. Einungis átta prósent nefna hins vegar reiðhjól. Aðspurður hvort verið sé að ala upp nýja Björgólfa Thora hér á landi segir Gústaf að vonandi sé svo. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. Samtök atvinnulífsins létu um mánaðamótin síðustu gera könnun meðal 19-20 ára Íslendinga um framtíðaráform þeirra og viðhorf til hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og samkeppnishæfni Íslands. Í ljós kom að 78 prósent ungmennanna vilja helst starfa hjá einkafyrirtæki í framtíðinni, þar af um 37 prósent sem eigin herrar. Samtök atvinnulífsins telja þetta vott um mikinn frumkvöðlaanda hér á landi en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að beisla hann. Gústaf Adolf Skúlason, fostöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá SA, segir að það megi gera með því að halda áfram að fela einkageiranum sem mest af þeirri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita núna. Þarna sjái krakkarnir sín tækifæri.Mikill meirihluti ungmenna, eða 81 prósent, telur hnattvæðingu og alþjóðlega samkeppni hafa góð áhrif á tækifæri sín í framtíðinni því verður að teljast ólíklegt að ungmenni hér á landi grípi til mótmæla gegn hnattvæðingunni eins og gerst hefur víða í Evrópu.Þá vekur það athygli að um helmingi þeirra ungmenna sem tók afstöðu í könnuninni telur jeppa besta farartækið. Þar á eftir koma góðir skór og einkaþota, en einn af hverjum átta á sér þann draum að ferðast um í slíku lúxusfarartæki. Einungis átta prósent nefna hins vegar reiðhjól. Aðspurður hvort verið sé að ala upp nýja Björgólfa Thora hér á landi segir Gústaf að vonandi sé svo.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira