Innlent

Samdráttur í útlánum

Íbúðarlánasjóðs hafa dregist saman um fjórðung á síðustu tveimur árum, eða frá því að bankar hófu að veita lán til íbúðakaupa. Miðast þetta við fyrstu tvo ársfjórðungana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs í júní 2006.

Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarútlán frá áramótum nema 22 milljörðum króna og er það í takt við áætlanir sjóðsins. Heildarútlán í júní námu 4,3 milljörðum króna. Þar af voru um 4 milljarðar almenn lán og ríflega 300 milljónir leiguíbúðalán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×