Innlent

Framhaldsskólanemar fagna tillögum menntamálaráðherra

Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema fagnar tillögum menntamálaráðherra um endurskoðun starfsnáms og eflingu þess til framtíðar. Hagsmunaráð segir, í tilkynningu sem það sendi frá sér, að það fagni því að tillögur um skerðingu náms virðast hafa verið lagðar niður. Eins styður hagsmunaráð hugmyndir um aukið valfrelsi en samkvæmt tillögum menntamálaráðuneytisins fá framhaldsskólar meira svigrúm í námsframboði og tækifæri til að mæta einstaklingsbundinni námseftirspurn nemenda. Hagsmunaráðið telur þó að ræða þurfi betur þessar tillögur áður en frumvarp er flutt. Skilgreina þurfi betur útfærslu framkvæmdarinnar og hafa þurfi nemendur og kennara með í ráðum. Stjórn ráðsins skorar svo að lokum á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum skerðingu náms til stúdentsprófs og beiti sér í staðinn fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×