Morðmáli ekki vísað frá
Dómari í máli bandarískrar konu, sem samstarfsmaður hennar myrti á Keflavíkurflugvelli, hefur neitað að vísa málinu frá, eins og verjendur höfðu farið fram á. Verjendur kröfðust frávísunar vegna þess hve lengi hermaðurinn sem sakaður er um morðið hefur verið í gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í haldi í ellefu mánuði, en dómarinn neitaði engu að síður að vísa málinu frá í morgun.