Innlent

Segir mannleg mistök hafa valdið mismundandi verðlagningu

Forsvarsmenn Osta- og smjörsölunnar segja að mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að Mjólka hafi þurft að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostahúsið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um að Osta - og smjörsalan hafi brotið gegn samkeppnislögum með verðlagningunni. Segir í tilkynningu Osta- og smjörsölunnar að þetta hafi verið leiðrétt um leið og athugasemd hafi borist frá Samkeppniseftirlitinu fyrir réttu ári. Frá þeim tíma hafi kaupendur undanrennudufts notið sömu kjara hjá Osta- og smjörsölunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×