Innlent

Íslensk leyniþjónusta í varnarsamningnum

Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að stofna íslenska leyniþjónustu í varnarsamningnum, segir talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar og telur það furðuleg vinnubrögð að leggja ekki gjörbreyttan varnarsamning fyrir Alþingi.

Ólafur Hannibalsson talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar óttast að leyniþjónusta verði stofnuð hér án undangenginnar umræðu á alþingi í ljósi þess að í raun og veru sé að finna skuldbindingar um stofnun leynilegrar stofnana hér í varnarsamningnum. Þjóðarhreyfingin sagði í ályktun sem hún sendi frá sér í dag að rétt eins og varnarsamningurinn frá 1951 var lagður fyrir alþingi til umræðu hefði sami háttur átt að vera á við þá meiriháttar breytingu sem var undirrituð af ráðherrum í ríkisstjórninni nú í vikunni án umboðs frá alþingi. Þjóðarhreyfingin telur að með samningi þessum hafi verið stigið stórt óheillaskref til framsals íslensks valds í hendur stofnana þess stórveldis sem um þessar mundir er talið helsti ófriðarvaldur í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×