Óbreyttir stýrivextir í Japan 13. október 2006 17:06 Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár. Greiningardeild Kaupþings segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að heldur hafi dregið úr væntingum í Japan um að stýrivextir muni hækka á árinu í kjölfar endurskoðunar á grunni við útreikning á vísitölu neysluverðs sem leiddi til þess að verðbólga mældist minni en áður var talið. Auk þessa hafði bandaríska hagkerfið, stærsta viðskiptaland Japan, hægt á sér. Deildin segir að aftur á móti stefni núverandi hagvaxtarskeið í að verða lengsta hagvaxtarskeið síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá bendi nýjustu hagvísar til þess að bandaríska hagkerfið gæti verið sterkara en fyrri tölur gáfu til kynna. Miðað við orð þau sem seðlabankastjóri Japan lét falla við stýrivaxtaákvörðunina eru taldar auknar líkur á annarri vaxtahækkun fyrir lok árs. Seðlabankastjórinn áréttaði þá stefnu seðlabankans að hækka vexti jafnt og þétt að óbreyttum verðbólguhorfum og áframhaldandi gangi í hagkerfinu. Jafnframt yrði staðið í vegi fyrir að lágt vaxtastig hryndi af stað offjárfestingu þar í landi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár. Greiningardeild Kaupþings segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að heldur hafi dregið úr væntingum í Japan um að stýrivextir muni hækka á árinu í kjölfar endurskoðunar á grunni við útreikning á vísitölu neysluverðs sem leiddi til þess að verðbólga mældist minni en áður var talið. Auk þessa hafði bandaríska hagkerfið, stærsta viðskiptaland Japan, hægt á sér. Deildin segir að aftur á móti stefni núverandi hagvaxtarskeið í að verða lengsta hagvaxtarskeið síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá bendi nýjustu hagvísar til þess að bandaríska hagkerfið gæti verið sterkara en fyrri tölur gáfu til kynna. Miðað við orð þau sem seðlabankastjóri Japan lét falla við stýrivaxtaákvörðunina eru taldar auknar líkur á annarri vaxtahækkun fyrir lok árs. Seðlabankastjórinn áréttaði þá stefnu seðlabankans að hækka vexti jafnt og þétt að óbreyttum verðbólguhorfum og áframhaldandi gangi í hagkerfinu. Jafnframt yrði staðið í vegi fyrir að lágt vaxtastig hryndi af stað offjárfestingu þar í landi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira