Innlent

Vilja að skoðun Íslands heyrist

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að gripið verði til aðgerða til að stöðva það sem í ályktuninni er kallað mannréttindabrot Ísraelshers í Líbanon.

Árásirnar séu skýlaust brot á Genfarsáttmálanum og hver dagur sem líði án inngrips annarra þjóða auki hættuna á að átökin breiðist út með ófyrirséðum afleiðingum. „Íslenska ríkisstjórnin má ekki sitja aðgerðalaus hjá og verður að láta skoðun Íslands heyrast á alþjóðavettvangi,“ segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×