Viðskipti innlent

Atlantic til Köben

Wilhelm Peterson forstjóri Atlantic Petroleum
Atlantic Petroleum verður skráð samhliða í Danmörku og á Íslandi. Félagið náði ekki markmiðum sínum í nýafstöðnu hlutafjárútboði.
Wilhelm Peterson forstjóri Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum verður skráð samhliða í Danmörku og á Íslandi. Félagið náði ekki markmiðum sínum í nýafstöðnu hlutafjárútboði.

Atlantic Petroleum, færeyska olíufyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands, hyggur á samhliða skráningu í Dönsku kauphöllinni.

"Reglur kauphallanna í Kaupmannahöfn og Reykjavík eru áþekkar og það hafði mikil áhrif á þá ákvörðun okkar að skrá félagið í Kaupmannahöfn", sagði Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum.

Atlantic Petroleum hélt á dögunum aukahlutafjárútboð í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi þar sem safnaðist 1,5 milljarður króna. Upphaflegt markmið var að safna 1,9 milljarði hið minnsta.

Peterson sagði nauðsynlegt að breikka fjárfestahóp fyrirtækisins og að það fjármagn sem safnaðist í yrði nýtt til vaxtar með yfirtökum.

Ekki er enn komin endanleg dagsetning á skráningu Atlantic Petroleum í Kauphöllina í Kaupmannahöfn en fastlega er búist við að af verði fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×