Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu 27. júlí 2006 06:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Fritz Már Jörgensen, framkvæmdastjóri BM ráðgjafar, segir BM ráðgjöf ekki hafa getað uppfært lista sína yfir bannmerkt símanúmer frá áramótum, sökum hárrar verðlagningar fyrirtækisins Já á þjónustunni. BM ráðgjöf hefur stundað símasölu á ýmsum vörum, til dæmis fyrir Fjölskylduhjálp Íslands. Hefur BM kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar, en fengið höfnun. "Við höfum ekki samkeyrt gagnagrunna okkar við Já á þessu ári og höfum verið að kanna rétt okkar gagnvart þeim," segir Fritz. "Það sem við þurfum eru upplýsingar til að geta virt það fólk sem vill ekki láta hringja í sig." Í lögum um fjarskipti segir að þeir sem noti almenna talsímaþjónustu sem lið í markaðssetningu skuli virða bannmerkingu í símaskrá. Viðurlög við slíkum brotum frömdum í ávinningsskyni eru fangelsi allt að þremur árum. Fritz segir að Já hafi neitað að selja þær upplýsingar sérstaklega og því þurfi að kaupa allar kennitölur af fyrirtækinu mánaðarlega. Önnur fyrirtæki hafi líka þurft að standa í þessu. "Verðlagningin hjá Já fyrir þessa þjónustu hefur margfaldast síðan Síminn var einkavæddur," segir Fritz. "Já er ekki bara að selja okkur þessar upplýsingar, heldur líka í samkeppni við okkur. Þeir hafa auglýst sig þannig að þeir taki að sér úthringiverkefni. Þeir vinna þetta í skjóli einokunar og það á að vera þjónusta við fólk að setja það á bannlista, en fyrirtæki eru neydd til að borga hátt verð fyrir þessar upplýsingar," segir Fritz. Samkvæmt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Já, er gjald fyrir uppfærslur á kennitölulistum, með bannmerkingum, 75 þúsund krónur á mánuði. Upphafsgjald fer eftir fjölda kennitala sem fyrirtæki þarf að hafa á listunum, en BM telur það hafa verið ríflega hálfa milljón. Sigríður segir ekki eðlileg vinnubrögð að afhenda einungis upplýsingar um bannmerktar kennitölur til úthringifyrirtækja og bendir jafnframt á að Já sjái ekki um neina úthringiþjónustu. Þjóðskrá, sem sér um bannmerkingar á heimilisföngum svo fólk fái ekki ruslpóst, tekur 42 þúsund krónur á ári fyrir að veita fyrirtækjum aðgang að þjóðskrá með mánaðarlegri uppfærslu. Dagleg uppfærsla á skránni kostar 62 þúsund á ári.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira