Evran ekki lausn á hagstjórnarvanda 27. júlí 2006 07:30 Evrur í seðlabúntum Áframhaldandi flotgengisstefna eða upptaka evru eru þeir kostir sem koma fram í skýrslu Viðskiptaráðs. „Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
„Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira