Fjöldi símtala úr heimasíma í símakerfi Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu þrefaldaðist á meðan símakosning fyrir forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) fór fram í gærkvöldi.
Mikill áhugi var greinilega hjá símnotendum á keppninni eins og tölur úr kerfum Og Vodafone bera með sér. Þegar símakosningin hófst tók símanotkunin verulegt stökk og hélst stöðug þar til kosningu lauk.