Nú klukkan 19:15 hefjast fyrstu tveir leikirnir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi þar sem nýjustu tíðindi af leikjunum eru uppfærð um leið og þau gerast. Fylkir tekur á móti Grindavík í Árbænum og Keflvíkingar mæta nýliðum Víkings suður með sjó.
