Franski landsliðsmaðurinn Patrice Evra á nú aðeins eftir að ganga í gegn um læknisskoðun á mánudag til að ganga formlega í raðir Manchester United fyrir 5,5 milljónir punda. Evra er 24 ára gamall og lék áður hjá Mónakó í Frakklandi, en Alex Ferguson segist hafa haft augastað á honum allar götur síðan Gabriel Heinze meiddist í haust.
