Innlent

Lagaleg úrræði verða könnuð

hróbjartur
jónatansson
hróbjartur jónatansson

Mjólka mun kanna lagaleg úrræði til að uppræta það fráleita ástand á mjólkurvörumarkaði sem undanþága á búvörulögum hefur í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hróbjarti Jónatanssyni lögmanni Mjólku.

Hróbjartur segir það rangt hjá landbúnaðarráðherra að Mjólka búi við jafnræði gagnvart öðrum mjólkurvinnslustöðvum.

Álitsgerð Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði og ákvörðun eftirlitsins um brot Osta- og smjörsölunnar gegn Mjólku sýna að ekkert jafnræði er með fyrirtækjum í íslenskum mjólkuriðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×