Innlent

105 geta hafið nám á vorönn

LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Framkvæmdastjórn LSH sagðist tilbúin til að taka á móti fleiri nemum á fundi 17. október.
LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Framkvæmdastjórn LSH sagðist tilbúin til að taka á móti fleiri nemum á fundi 17. október.

Nemendum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands verður fjölgað um 25 þannig að 105 hjúkrunarfræðinemar geta hafið nám á vormisseri 2007 að loknum samkeppnisprófum í desember.

Þetta var samþykkt á fundi háskólaráðs Háskóla Íslands þann 19. október síðastliðinn. Var fundurinn haldinn í kjölfar ákvörðunar heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra að stuðla að fjölgun hjúkrunarfræðinema.

Háskóli Íslands og Landspítalinn hafa lýst yfir ánægju með framgang mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×