Innlent

Ætla til hrefnuveiða í vikunni

skyttan
Hrefnuveiðimenn ætla að reyna að ná þeim dýrum sem þeim hefur verið úthlutað. Þeir ætla af stað í vikunni.
skyttan Hrefnuveiðimenn ætla að reyna að ná þeim dýrum sem þeim hefur verið úthlutað. Þeir ætla af stað í vikunni. MYND/Hörður

Hrefnuveiðibáturinn Njörður heldur til veiða frá Kópavogi á miðvikudag eða fimmtudag. Bátarnir Dröfn og Halldór fylgja að líkindum eftir nokkrum dögum síðar. Leyfi er til að skjóta þrjátíu dýr undir formerkjum atvinnuhvalveiða fyrir vorið sem kemur til viðbótar þeim 30 hrefnum sem falla undir vísindaveiðikvóta.

Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, segir líklegt að allt kjötið verði selt til Japans. Erfitt gæti reynst að ná þeim dýrum sem leyft er að veiða vegna veðurs og birtuskilyrða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×