Innlent

Ræktun kannabis fer að mestu fram hér

Kannabisefni Nýlega voru 170 kannabisplöntur gerðar upptækar í Hafnarfirði.
Kannabisefni Nýlega voru 170 kannabisplöntur gerðar upptækar í Hafnarfirði. MYND/Stefán

Umtalsvert meira magn af kannabislaufum og kannabisstönglum hefur verið gert upptækt á þessu ári, sé miðað við síðustu fimm ár á undan. Samtals hafa verið gerð upptæk tæp 20 kíló af kannabislaufum og rúmlega 7,5 kíló af kannabisstönglum.

Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir ljóst að marijúana sem fæst á Íslandi sé að mestu ræktað hér á landi.

Við höfum ekki þá tilfinningu að þessi ræktun sé að aukast eitthvað sérstaklega. Það kæmi okkur ekki á óvart ef það færi fram stórfelld ræktun í iðnaðarhúsnæði, eins nýleg dæmi úr Hafnarfirði sýna. En marijúana, sem neytt er hér á landi, er að mestu leyti ræktað hér á landi.

Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 170 kannabisplöntur við húsleit í iðnaðarhúsnæði í suðurhluta Hafnarfjarðar, síðastliðinn sunnudag. Tveir menn voru handteknir en þeim hefur báðum verið sleppt úr haldi lögreglu og telst málið að mestu upplýst. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna í Hafnarfirði við húsleitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×