Innlent

Íslendingur bloggar fyrir Svía

Bloggar í Svíþjóð Margrét Atladóttir bloggar um skemmtanalífið í Malmö. Hún var með kærastanum sínum á Iceland Airwaves um helgina.
Bloggar í Svíþjóð Margrét Atladóttir bloggar um skemmtanalífið í Malmö. Hún var með kærastanum sínum á Iceland Airwaves um helgina.

Margrét Atladóttir er íslenskur blaðamaður sem vinnur hjá Aftonbladet í Svíþjóð. Hún skrifar um skemmtanalífið í Malmö á vefinn alltommalmo.se og bloggar um skemmtanalífið í Malmö.

„Ég er nýbyrjuð að blogga fyrir Aftonbladet, byrjaði fyrir tveimur dögum. Ég hef unnið á Afton­bladet í þrjár vikur. Okkur fannst vanta blogg um skemmtanalífið í Malmö þannig að ég byrjaði,“ segir hún.

„Við erum þrjú sem vinnum við heimasíðuna og svo gefur Aftonbladet út blað sem heitir Punkt se sem er fríblað. Við það vinna tíu blaðamenn þannig að við erum þrettán til fjórtán sem vinnum saman í Malmö.“

Margrét hefur bloggað frá því að hún var fimmtán ára eða í sex ár. Hún segir að lítið hafi verið um blogg til að byrja með og lesendur fáir en fyrir ári hafi hún byrjað að vinna á ókeypis mánaðarblaði sem heitir Nöjesguiden og þá hafi fleiri byrjað að lesa bloggið hennar.

Margrét var á Iceland Airwaves með kærastanum sínum, sem líka er blaðamaður, og var að skrifa um tónleikana. Hún var búin að ákveða að fara á sænska bandið Love is All og ætlaði svo kannski að blogga um Iceland Airwaves.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×