Líkfundarmálið í bíó 23. október 2006 15:30 Ari Alexander gerir sjónvarpsþátt um fíkniefnaheiminn frá öðru sjónarhorni og undibýr kvikmynd sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða í Neskaupstað. Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og atburðarásin minnti á harðsoðinn reyfara utan úr heimi. Auk kvikmyndarinnar undirbýr Ari nú af kappi fjögurra þátta sjónvarpsmynd um heim eiturlyfja með aðstoð Kristins Hrafnssonar fréttamanns. „Við stefnum á að fara til Litháens í byrjun desember og þótt Vaidas sé hryggjarsúlan í sjónvarpsþáttunum ætlum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig eiturlyfin koma til landsins, hvaðan þau koma, hver markhópurinn er og ekki síst hverjir þessir ósýnilegu stóru laxar eru sem aldrei finnast,“ segir Ari og var algjörlega óhræddur að hreyfa við þessum heimi.Kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætlar að framleiða myndina byggða á þessum atburði en Ari segir þetta ekki vera einhvern spennutrylli heldur sé þetta fyrst og síðast mannlegur harmleikur. „Ég og Hafsteinn Sigurðsson höfum verið að vinna í handritinu og Þórir Snær Sigurjónsson er okkur innan handar,“ útskýrir Ari en hugmyndin kviknaði fyrst fyrir tveimur árum þegar hann og Sigurjón Sighvatsson sátu í förðunarherbergi Stöðvar 2 með Jónasi Inga Ragnarssyni, einum sakborninga í málinu. „Ég leit á Sigurjón og spurði hann hvort þetta væri ekki eitthvað sem við þyrftum að fjalla um,“ útskýrir Ari og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. Ari hefur brennandi áhuga á þessum heimi og segir kvikmyndina Kristjana F. sem byggð er á hinni heimsþekktu bók Dýragarðsbörnin hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún bjargaði mér og varð til þess að ég hef aldrei snert fíkniefni,“ segir Ari. „Fíkniefnavandinn er samfélagslegt vandamál og við eigum ekki alltaf að vera að kaupa plástra til að græða sárin heldur ráðast frekar að rót vandans,“ segir Ari sem vonast til að bæði sjónvarpsþættirnir og kvikmyndin leiði til þess að fólk skoði hlutina frá öðru sjónarhorni. „Ég vil reyna að segja þessa sögu án þess að vera fullur af fordómum.“ Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ari Alexander Ergis Magnússon ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínu næsta verkefni. Hann er með kvikmynd í burðarliðnum sem byggð verður á líkfundarmálinu svokallaða, þegar lík hins litháenska Vaidas Jucevisius fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar árið 2004 með fíkniefni innvortis. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og atburðarásin minnti á harðsoðinn reyfara utan úr heimi. Auk kvikmyndarinnar undirbýr Ari nú af kappi fjögurra þátta sjónvarpsmynd um heim eiturlyfja með aðstoð Kristins Hrafnssonar fréttamanns. „Við stefnum á að fara til Litháens í byrjun desember og þótt Vaidas sé hryggjarsúlan í sjónvarpsþáttunum ætlum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig eiturlyfin koma til landsins, hvaðan þau koma, hver markhópurinn er og ekki síst hverjir þessir ósýnilegu stóru laxar eru sem aldrei finnast,“ segir Ari og var algjörlega óhræddur að hreyfa við þessum heimi.Kvikmyndafyrirtækið ZikZak ætlar að framleiða myndina byggða á þessum atburði en Ari segir þetta ekki vera einhvern spennutrylli heldur sé þetta fyrst og síðast mannlegur harmleikur. „Ég og Hafsteinn Sigurðsson höfum verið að vinna í handritinu og Þórir Snær Sigurjónsson er okkur innan handar,“ útskýrir Ari en hugmyndin kviknaði fyrst fyrir tveimur árum þegar hann og Sigurjón Sighvatsson sátu í förðunarherbergi Stöðvar 2 með Jónasi Inga Ragnarssyni, einum sakborninga í málinu. „Ég leit á Sigurjón og spurði hann hvort þetta væri ekki eitthvað sem við þyrftum að fjalla um,“ útskýrir Ari og í kjölfarið fóru hjólin að snúast. Ari hefur brennandi áhuga á þessum heimi og segir kvikmyndina Kristjana F. sem byggð er á hinni heimsþekktu bók Dýragarðsbörnin hafa haft mikil áhrif á sig. „Hún bjargaði mér og varð til þess að ég hef aldrei snert fíkniefni,“ segir Ari. „Fíkniefnavandinn er samfélagslegt vandamál og við eigum ekki alltaf að vera að kaupa plástra til að græða sárin heldur ráðast frekar að rót vandans,“ segir Ari sem vonast til að bæði sjónvarpsþættirnir og kvikmyndin leiði til þess að fólk skoði hlutina frá öðru sjónarhorni. „Ég vil reyna að segja þessa sögu án þess að vera fullur af fordómum.“
Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira