Innlent

Íbúðaverð hækkar og verðbólga með

Íbúðaverð heldur áfram að hækka á höfuðborgarsvæðinu,sem aftur hækkar vísitölu neysluverðs, þannig að verðbólgan eykst á ný.

Þessi hækkun á íbúðaverði er þvert ofan í spár flestra greiningadeilda og hefur húsnæðisverð hækkað um hátt í eitt prósent á síðustu fjórum vikum. Það er ekki nóg með að hækkanir haldi áfram heldur virðast þær vera að herða á sér ef eitthvað er því meðaltalshækkun síðustu sex mánaða er innan við þrjú prósent, en þar af hátt í eitt prósent síðasta mánuðinn.

Viðskipti hafa líka heldur glæðst og var 148 kaupsamningum þinglýst í síðustu viku en meðaltal síðustu tólf vikna er 111 samningar á viku. Þetta á stærsta þátt í því að vísitala neysluverðs mun hækka um 0,1 prósent í stað þess að lækka, samkvæmt hreiningadeild KB banka. Áhrif húsnæðishækkunarinnar geri gott betur en að éta upp ávinning af olíuverðslækkun. Verðbólgan á tólf mánaða grundvelli muni því aftur stíga upp í 7,4 prósent og ekki fara að lækka fyrr en í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×