Innlent

Erlendum ferðamönnum fjölgar um sjö prósent milli ára

MYND/GVA

Erlendum ferðamönnum í Leifsstöð fjölgaði um ríflega 20 þúsund eða um rúm sjö prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. 325 þúsun erlendir ferðamenn fóru um flugstöðina fyrstu níu mánuði þessa árs en þeir voru rúmlega 303 þúsund á sama tíma árið 2005.

Þegar horft er til síðustu tveggja mánaða fjölgaði ferðamönnum í Leifsstöð um rúm sex prósent í ágúst og um fjórtán og hálft prósent í september.

Fram kemur í frétt frá Ferðamálastofu að flestir ferðamenn komi frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Danmörku. Þá vekur athygli að ferðamönnum utan háannatíma fjölgar ört og nemur fjölgunin í september síðustu fjögur ár ríflega 60 prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×