Innlent

Hleranaherbergið sýnt

 

Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti hulunni af hleranaherberginu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag.

Mönnum hefur orðið tíðrætt um hleranaherbergi á lögreglustöðinni og sumir látið að því liggja að þaðan muni sími Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa verið hleraður. Í hinni frægu Þjóðmálagrein Þórs Whitehead segir að öryggisþjónustumenn hefðu fengið herbergi á þriðju hæð sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað til hlerana. Í Silfri Egils í gær kom fram að hleranaherbergið hafi líklega verið beint undir ráðherraskrifstofunni.

Það er ekkert dularfullt við fyrrum hleranaherbergið, sem útlendingaeftirlitið og fíkniefnadeild lögreglunnar höfðu til umráða, í dag, ósköp venjuleg skrifstofa lögfræðings á lögfræðisviði lögreglunnar. Böðvar Bragason vildi ekki veita viðtal en tók fram að herbergið væri ekki sérstaklega hljóðeinangrað og að beint fyrir ofan hefði ekki verið skrifstofa ráðherra - heldur mötuneyti starfsmanna.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×