Vilja Sementsverksmiðjuna í burt 23. október 2006 22:20 Sementsverksmiðjan á Akranesi. MYND/H.Kr. Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að ræða við forstjóra Sementsverksmiðjunnar um málefni verksmiðjunnar. Íbúar í næsta nágrenni við verksmiðjuna sendu bæjarráði bréf á dögunum þar sem kvartað er undan hávað- og sjónmengun frá starfsemi verksmiðjunnar. Vilja íbúar að hún verði færð á Grundartanga. Á fréttavef Skessuhorns er vitnað í bréfið þar sem segir að ótrúlegt sé hvað drunur og titringur vegna snúnings brennsluofnsins séu áberandi, sér í lagi að kvöldi dags þegar hljótt sé að öðru leyti. Vegna þessa sé svefnlesyi þekkt vandamál margra sem búi í næsta nágrenni. Auk þessa séu skothríðir algengar, og engu líkara en íbúar séu staddir á stríðsátakasvæði. Þær standi gjarnan yfir í nokkrar mínútur í senn og að sögn starfsmanna verksmiðjunnar sé ekki hægt að komast hjá þessu. Í bréfinu sé þess getið að skothríðin hljómi þegar skjóta þurfi lofti inn á brennsluofninn til að losa um efni sem sest út í veggi hans. Íbúarnir óska líka eftir upplýsingum um hvenær starfsleyfi verksmiðjunnar renni út og hvaða skilyrði slíkt fyrirtækis þurfi að uppfylla til þess að mega halda áfram rekstri stóriðju inni í bænum. Bréfritarar telja að það hljóti að vera algerlega óviðunandi fyrir bæjarfélag, sem vilji vera í fremstu röð í umhverfismálum og setji sér háleit markmið um fegrun bæjarins, að sætta sig við óbreytt ástand hvað varðar mengun hvers konar frá umræddri verksmiðju. Telja íbúarnir best að flytja verksmiðjuna frá Akranesi inn á stóriðjusvæðið á Grundartanga og skora á bæjaryfirvöld að gera allt sem sé mögulegt til að bæta úr þessu ófremdarástandi og það sem allra, allra fyrst. Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að hugmynd íbúanna sé ekki ný af nálinni. Þegar bygging verksmiðjunnar hafi verið til umræðu um miðja síðustu öld hafi Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, lagt það til að verksmiðjan yrði reist á Grundartanga.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira