Erlent

Discovery lent

Geimskutlan Discovery lenti heilu á húfi.
Geimskutlan Discovery lenti heilu á húfi. MYND/AP
Geimskutlan Discovery lenti við höfuðstöðvar Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs.

Geimskutlan var lengur úti í geimi en hún átti að vera þar sem veðurskilyrði voru ekki ákjósanleg. Hugsanlegt hefði verið að lenda henni í Nýju-Mexíkó en það hefði kostað gríðarlega fjármuni þar sem þurft hefði að flytja þangað búnað til þess að taka á móti henni og til þess að flytja hana til baka frá Nýju-Mexíkó.

Geimskutlan var þar að auki að verða búin með eldsneyti sitt og hefur undanfarna daga sparað það mikið til þess að geta verið lengur úti í geimi. Rafkerfi geimskutlunnar er líka keyrt á þessum sömu eldsneytisbirgðum og hefði hún orðið að lenda á morgun, sama hvernig viðrað hefði, ef hún hefði ekki getað lent í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×