Sport

Vill að reglunum verði breytt

Martin Jol og félagar gætu átt það á hættu að komast ekki í meistaradeildina þó liðið nái fjórða sætinu
Martin Jol og félagar gætu átt það á hættu að komast ekki í meistaradeildina þó liðið nái fjórða sætinu NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol vill að fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni veiti undantekningalaust sæti í meistaradeildinni á næstu leiktíð. Rétt eins og hjá erkifjendunum Liverpool og Everton í fyrra, getur nú farið svo að Arsenal steli meistaradeildarsætinu af grönnum sínum í Tottenham - þó liðið endi neðar í töflunni. Þessu vill Martin Jol sjá breytt hið snarasta.

"Ef Middlesbrough vinnur sigur í Evrópukeppni félagsliða, munu liðin í fimmta og sjötta sæti fara í keppnina á næsta ári og þannig á það einnig að vera í meistaradeildinni. Ég leyfi mér ekki einu sinni að hugsa um að þessi staða komi upp - það yrði mjög óréttlátt," sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×