Innlent

Kjötfjallið heyrir sögunni til

Kjötfjallið er horfið. Framleiðsla á lambakjöti hefur staðið í stað undanfarin ár, þar sem endurnýjun hefur verið lítil í bændastéttinni. Neysla hefur hinsvegar aukist talsvert. Var það jafnvel svo um tíma í vor og sumar að menn voru farnir að óttast að birgðir dygðu ekki fram að haustslátrun. Það slapp þó fyrir horn að þessu sinni, en óvíst hvernig verður næsta sumar.

Getgátur hafa verið um að hinn mikli mannskapur sem vinnur við Kárahnjúkavirkjun hafi merkjanleg áhrif á kjötneyslu, en hjá Bændasamtökunum draga menn það frekar í efa. Þar eru menn hinsvegar ánægðir með aukna kjötneyslu og vona að hún verði til þess að vænlegra verði að stunda sauðfjárbúskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×