Viðskipti innlent

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Sviss

Sviss, Finnland og Svíþjóð eru í þremur efstu sætum yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heimsins, samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum, sem kom út í dag. Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fyrra en fellu niður í sjötta sæti. Ísland fer upp um tvö sæti á milli ára og vermir nú 14. sætið yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims.

Í skýrslu World Economic Forum, sem heitir Global Competitiveness Report 2006-2007, er samkeppnishæfni 125 landa kannað en meðal annars er litið til þeirra opinberu gagna sem fyrir liggja um samkeppnishæfni landanna.

Nokkrar breytingar hafa orðið á sætaskipan listans á milli ára. Sviss, sem í ár vermir fyrsta sætið var í 4. sæti í fyrra en Finnland stendur í stað á milli ára. Svíþjóð fer úr 7. sæti í það þriðja en Danmörk fer niður um eitt sæti, úr því 3. í 4. sæti. Singapúr situr hins vegar í fimmta sæti líkt og í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×