Innlent

Mótmælir harðlega uppsögn Hilmars Arnar

Félagsfundur Organistadeildar FÍH lýsir yfir fullum stuðningi við Hilmar Örn Agnarsson dómorganista í Skálholti og störf hans í þágu Skálholtsstaðar og Þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar er þeirri ákvörðun stjórnar Skálholts að segja Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum harðlega mótmælt og þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við uppsögnina. Þá skorar fundurinn á biskup Íslands að beita sér fyrir því að deilan vegna uppsagnar Hilmars Arnar Agnarssonar dómorganista í Skálholti verði leyst á farsælan hátt.

Enn fremur beinir fundurinn þeim tilmælum til félagsmanna sinna að þeir gangi ekki í störf Hilmars Arnar Agnarssonar á meðan deilan um uppsögn hans er óútkljáð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×