Innlent

Laminn með brotinni flösku

MYND/Vísir

Rúmlega tvítugur Keflvíkingur særðist nokkuð í nótt þegar hanna varð fyrir fólskulegri árás tveggja félaga sinna sem vopnaðir voru brotinni flösku. Fórnarlambinu var fljótlega komið undir læknishendur þar sem gert var að sárum hans, en þau munu ekki vera alvarleg. Árásin átti sér stað í Hafnargötu undir morgun. Þá réðst maður á dyravörð á veitingastað í Reykjanesbæ og veitti honum áverka með spörkum. Árásarmaðurinn gengur enn laus.

Á höfðuborgarsvæðinu var allt með rólegasta móti í nótt, fáir voru í miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir veðurblíðu. En nokkrir ökumenn voru þó teknir fyrir að að aka undir áhrifum áfengis, og nokkrir gleymdu að fylgjast með hraðamælinum - nema hvort tveggja væri.

Svipaða sögu er að segja af Suðurlandi. Selfosslögreglan stöðvaði nokkra sem höfðu fengið sér í aðra tána eða báðar áður en þeir settust undir stýri. Þá gripu laganna verðir við Ölfusána fimm ökufanta sem ekki virtu hámarkshraða. Sá sem hraðast fór var á 138 kílómetra hraða innan bæjarmarkanna á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×