Erlent

Prísund tekur enda á morgun

Björgunarmaður að störfum.
Björgunarmaður að störfum. MYND/AP

Útlit er fyrir að prísund tveggja ástralska námaverkamanna sem setið hafa fastir djúpt ofan í gullnámu í tæpar tvær vikur taki ekki enda fyrr en á morgun. Þótt björgunarsveitir eigi aðeins eftir ófarinn hálfan annan metra að námugöngunum í Beaconsfield á Tasmaníu gengur verkið afar hægt þar sem bergið er fimm sinnum harðara en steinsteypa.

Mennirnir bera sig vel þrátt fyrir að hafa hímt í námunni síðan jarðskjálfti lokaði göngunum 25. apríl síðastliðinn enda hefur mat, drykk og jafnvel ipod-spilara og dýnum verið komið niður til þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×