Sport

Sir Alex gengst við vandræðasögum af Ruud

Búið spil hjá Ruud?
Búið spil hjá Ruud?
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd viðurkenndi opinberlega eftir sigurleikinn gegn Charlton í dag að Ruud van Nistelrooy hafi verið til vandræða undanfarna daga. Ruud strunsaði á brott frá Old Trafford 3 klukkutímum fyrir leikinn í dag og var ekki í leikmannahópnum.

"Það hafa átt sér stað nokkur atvik á æfingum í vikunni sem ógnuðu liðsandanum. Þetta var svo gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur að mér fannst rétt að hafa Ruud ekki með í dag." sagði Sir Alex eftir leikinn. Stjórinn vildi þó ekki staðfesta frekari sögusagnir um mögulegt brotthvarf Ruud frá félaginu þar sem hann hefur verið undanfarin 5 ár.

"Við knattspyrnustjórn þarf maður stundum að taka erfiðar ákvarðanir eins og þessa. Þetta var aðeins af hinu góða fyrir liðið. Ég vil ekki segja meira um málið að svo stöddu. Ég mun ræða þetta við stjórnina á morgun eða þriðjudag." bætti Sir Alex við og er nú morgunljóst að ekki er allt með felldu hvað Nistelrooy varðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×