Viðskipti innlent

Mæla með bankabréfum

Þýski bankinn DrKW telur í nýrri greiningu að álag á skuldabréf íslensku bankanna sé of hátt. Bankinn segir að það álag sem sé á bréfunum sé töluvert umfram það sem áhættan réttlæti að hans mati.

Bankinn segir að tvennt valdi mönnum áhyggjum. Annað sé að gæði útlána bankanna geti minnkað við veikingu krónunnar. Þýski bankinn segir þá skoðun ósannaða og geri hún ráð fyrir útlánum til stórra aðila sem ekki séu varðir fyrir gengisbreytingum. Hitt sé að bankarnir séu háðir fjármögnun á skuldabréfamörkuðum. Það sé rétt, en á móti komi fjárfestingabankastarfsemi þar sem þóknunartekjur séu miklar og dragi það úr viðkvæmni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×