Viðskipti innlent

Sögulegur hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla

Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan.

Eigið fé nam rúmum milljarði króna í árslok og hafði aukist um 404 milljónir eða tæp 64 prósent á milli ára.

Þá lækkuðu hreinar vaxtatekjur úr 154 milljónum í 139 milljónir króna en vaxtamunur sparisjóðsins fór úr 6,1 prósenti í 3,9 prósent á sama tímabili. Aðrar rekstrartekjur námu 525 milljónum króna en eru að stærstum hluta gengishagnaður og söluhagnaður af hlutabréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×