Viðskipti innlent

Hagnaður KEA minnkar

Hreinar rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 2005 drógust saman vegna minni hagnaðar af hlutabréfum. Nam hagnaðurinn 263 milljónum króna samanborið við 1.959 milljónir króna árið 2004. Heildareignir félagsins nema 5.101 milljónum króna og skuldir og skuldbindingar 840 milljónum króna. Bókfært eigið fé er 4.261 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 84 prósent.

Á árinu seldi félagið eignarhlut sinni í Samherja hf. fyrir rúmar 2.000 milljónir króna og jók við hlut sinn í Norðlenska matborðinu og á nú 45 prósenta hlut í félaginu. KEA keypti jafnframt 70 prósenta eignarhlut í Ásprenti Stíl ehf. og breytti skipulagi fjárfestingarstarfsemi félagsins á árinu og stofnaði í því skyni tvö dótturfélög, Hilding og Upphaf.

Félagsmenn í KEA eru 9.040 talsins í lok ársins 2005 og eiga allir jafnan hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×