Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen tryggðu sér í dag bikarmeistaratitilinn þegar liðið lagði Frankfurt í úrslitaleik og er því í kjörstöðu til að vinna tvöfalt annað árið í röð, sem er nokkuð sem engu liði hefur áður tekist frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Það var Perúmaðurinn Claudio Pizarro sem skoraði sigurmark Bayern á 59. mínútu.
