Körfubolti

Baulað á Jackson í Indiana

Stephen Jackson er ekki vinsæll í Indiana um þessar mundir
Stephen Jackson er ekki vinsæll í Indiana um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages

Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz.

Atlanta skellti Miami 91-81. Antonine Walker skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir Miami, en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta.

Utah lagði Indiana 97-84. Deron Williams skoraði 24 stig fyrir Utah, líkt og Al Harrington fyrir Indiana, en áhorfendur í Indiana sýndu meiningu sína á vandræðagemlingnum Stephen Jackson með því að baula á hann. Jackson á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir enn eitt agabrotið.

New York lagði Philadelphia 102-100. Eddy Curry skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir New York og Kyle Korver setti 24 fyrir Philadelphia.

Washington lagði Cleveland 93-89. Antonio Daniels skoraði 15 stig fyrir Washington en Anderson Varejao skoraði 14 stig fyrir Cleveland.

Orlando skellti San Antonio 92-87. Travis Diener skoraði 23 stig fyrir Orlando en Manu Ginobili skoraði 14 stig fyrir San Antonio.

Memphis lagði Detroit 101-89. Jason Maxiell skoraði 16 stig fyrir Detroit, en nýliðinn Rudy Gay setti 21 stig fyrir Memphis.

Milwaukee lagði Dallas 91-78. Jose Juan Barea skoraði 13 stig fyrir Dallas en hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum - Mo Williams skoraði 13 stig fyrir Milwaukee.

Loks vann Golden State sigur á Denver 121-115. Anthony Robertson skoraði 28 stig fyrir Golden State og Carmelo Anthony setti 25 stig fyrir Denver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×