Viðskipti innlent

Peningakápurinn… Ólögmætur opnunartími

Verslun er komin á blússandi siglingu fyrir jólin og þyngist með hverjum deginum sem líður. Nú bregður svo við að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, hafa ákveðið að stytta opnunartímann fyrir jólin með því að hefja kvöldopnun síðar en oftast áður. „Lengri" afgreiðslutími er hins vegar ekki samræmdur milli verslunarmiðstöðva og annarra verslana, ekki frekar en hinn hefðbundni opnunartími allt árið í kring. Enda er lagt blátt bann við að verslanahús á borð við Kringlu og Smáralind hafi samráð um afgreiðslutíma. Sparisjóðirnir skáka bönkunumÁnægja viðskiptavina íslenskra banka fer sífellt minnkandi samkvæmt mælingum íslensku ánægjuvogarinnar. Frá árinu 1999 og allt fram til ársins 2002 voru viðskiptavinir íslenskra banka ánægðastir allra á Norðurlöndunum. Síðan þá hefur brúnin sigið á viðskiptavinunum og er nú svo komið að íslenski bankamarkaðurinn hefur næstlægstu ánægjuvogina, á eftir þeim norska. Spurningin er hvort kröfur viðskiptavinanna hafi aukist í takt við stóraukinn hagnað viðskiptabankanna þriggja. Sú staðreynd að viðskiptavinir SPRON eru þeir ánægðustu í bankakerfinu og viðskiptavinir hinna Sparisjóðanna fylgja þeim fast eftir styður við þá kenningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×