Erlent

Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar

Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið. Fundinum lauk klukkan tíu að dönskum tíma og þá sneri fólkið aftur til starfa. Einhverjir farþegar munu hafa misst af flugi vegna tafanna en ekki er ljóst hvers vegna fagfundurinn var haldinn á þessum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×