Miðjumaðurinn Paul Scholes getur ekki leikið meira með Manchester United á tímabilinu eftir að sérfræðingar greindu hann með augnsjúkdóm. Scholes hefur ekki geta spilað síðan hann varð fyrir höfuðhöggi um áramótin, en honum hefur nú verið gert að taka því rólega í þrjá mánuði, þar sem hann sér tvöfalt með hægra auganu.
Scholes ekki meira með á tímabilinu
