Líknardráp leyfð á Íslandi? 24. janúar 2006 20:37 Mynd/Stefán Karlsson Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. Líknardráp eru aðeins leyfð á fáum stöðum í heiminum. Hvergi þó nema með ströngum skilyrðum, það er þegar læknar hafa staðfest andlegt heilbrigði einstaklingsins, sem sé jafnframt haldinn þjáningarfullum sjúkdómi sem dregur hann til dauða innan skamms tíma. Víðast hvar þurfa fleiri en einn læknir að koma að slíkri ákvörðun. Það vakti athygli þegar Ingrid Kohlmann framkvæmdastjóri þekkingamiðlunar sagði frá því í Íslandi í býtið í morgun, hvernig hún studdi föður sinn þegar hann vildi að taka líf sitt með aðstoð lækna, þá orðinn fárveikur sjúklingur sem þurfti aðstoð við allar athafnir. Ingrid segir að aðdragandinn hafi verið langur en dánarstundin hafi verið mjög falleg þótt það hljómi skringilega. Einungis eitthundrað manns hafa skilað inn lífskrá þar sem þeir geta komið á framfæri óskum um meðferð ef andlegt eða líkamlegt ástand leyfir ekki að þeir geti komið að ákvörðunum þegar kallið kemur. Á Íslandi er leyfð líknandi meðferð eða líknardauði en við fyrstu sýn gæti reynst harla lítill munur á þessu tvennu. Sterk verkjalyf við líknandi meðferð geta flýtt fyrir dauða. Ingrid segir að það sé ekki ýkja mikill munur á líknardrápi og líknardauða og að það þurfi að fara fram víðtæk umræða á Íslandi áður en lengra verði haldið. Lífskrá Landlæknisembættisins sé fyrsta skrefið. Ingrid segir að innan fárra ára verði líknardráp sjálfsagt að veruleika á Íslandi. Matthías Halldórssson aðstoðarlandlæknir segir hins vegar að munurinn á líknardrápi og líknardauða sé alveg skýr. Segir hann ólíklegt að líknardráp verði leyfð á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. Líknardráp eru aðeins leyfð á fáum stöðum í heiminum. Hvergi þó nema með ströngum skilyrðum, það er þegar læknar hafa staðfest andlegt heilbrigði einstaklingsins, sem sé jafnframt haldinn þjáningarfullum sjúkdómi sem dregur hann til dauða innan skamms tíma. Víðast hvar þurfa fleiri en einn læknir að koma að slíkri ákvörðun. Það vakti athygli þegar Ingrid Kohlmann framkvæmdastjóri þekkingamiðlunar sagði frá því í Íslandi í býtið í morgun, hvernig hún studdi föður sinn þegar hann vildi að taka líf sitt með aðstoð lækna, þá orðinn fárveikur sjúklingur sem þurfti aðstoð við allar athafnir. Ingrid segir að aðdragandinn hafi verið langur en dánarstundin hafi verið mjög falleg þótt það hljómi skringilega. Einungis eitthundrað manns hafa skilað inn lífskrá þar sem þeir geta komið á framfæri óskum um meðferð ef andlegt eða líkamlegt ástand leyfir ekki að þeir geti komið að ákvörðunum þegar kallið kemur. Á Íslandi er leyfð líknandi meðferð eða líknardauði en við fyrstu sýn gæti reynst harla lítill munur á þessu tvennu. Sterk verkjalyf við líknandi meðferð geta flýtt fyrir dauða. Ingrid segir að það sé ekki ýkja mikill munur á líknardrápi og líknardauða og að það þurfi að fara fram víðtæk umræða á Íslandi áður en lengra verði haldið. Lífskrá Landlæknisembættisins sé fyrsta skrefið. Ingrid segir að innan fárra ára verði líknardráp sjálfsagt að veruleika á Íslandi. Matthías Halldórssson aðstoðarlandlæknir segir hins vegar að munurinn á líknardrápi og líknardauða sé alveg skýr. Segir hann ólíklegt að líknardráp verði leyfð á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira