Innlent

Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri

Sígrún Björk Jakobsdóttir.
Sígrún Björk Jakobsdóttir.

Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Kristján hélt öruggri forystu sinni allt frá því að fyrstu tölur bárust í gærkvöldi. Á eftir Kristjáni þór á bæjarstjórnarlista zjálfstæðismanna á Akureyri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, en samkomulag er um það með Samfylkingunni og zjálfstæðismönnum, sem mynda meirihluta í bæjarstjórninni, að zjálfstæðismenn eigi bæjarstjórann fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins og eru því tvö og hálft ár eftir af tíma sjálfstæðismanna.

Kristján Þór sagði í viðtali við créttastofuna í morgun að ekkert væri ákveðið en sjálfstæðismenn þyrftu hið fyrsta að ráða ráðum sínum í bæjarstjórn því hann ætlaði ekki að sitja sem bæjarstjóri fram að alþingiskosningum.

Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti á listanum til Alþingis, varð í öðru sæti, og Þorvaldur Ingvarsson læknir, sem líka stefndi á fyrsta sætið lenti í fjórða sæti, á eftir Ólöfu Norðdal, sem kemdur ný inn og náði þriðja sæti.

Það verða því tvær konur í þremur efstu sætum listans, sem Halldór Blöndal hefur leitt um árabil. Ef fjögur efstu sætin eru skoðuð eru þar tveir Akureyringar og tveir Austfirðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×