Innlent

D- og B-listi mynda meirihluta í Fjallabyggð

Siglufjörður
Siglufjörður MYND/Vilhelm

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Fjallabyggð, nýju sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, ákváðu í gærkvöld að mynda meirihluta í bæjarstjórn. Drög að málefnasamningi verða kynnt íbúum sveitarfélagsins á næstunni og auglýst eftir bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Árborg náðu ekki að ganga frá samkomulagi um meirihlutasamstarf á fundi sínum í gærkvöldi, eftir því sem best er vitað. Ekki hafa heldur borist fréttir af því að slitnað hafi upp úr viðræðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×