Sport

Dallas - Phoenix í beinni á Sýn

Dirk Nowitzki og félagar í Dallas eru ekki á því að tapa aftur á heimavelli sínum í kvöld
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas eru ekki á því að tapa aftur á heimavelli sínum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas.

Dirk Nowitzki hafði verið besti maður Dallas í fyrstu þremur leikjunum en hann var langt frá sínu besta í fjórða leiknum í Phoenix, þar sem hann hitti aðeins úr 3 af 13 skotum sínum og var það í fyrsta skipti í 42 leikjum sem Þjóðverjinn knái skorar ekki 20 stig eða meira í leik fyrir Dallas.

"Þetta einvígi er búið að vera allt upp í loft eins og mig grunaði áður en það hófst. Þeir sýndu að þeir eru klárir í slaginn þegar þeir skelltu okkur á heimavelli í fyrsta leiknum. Phoenix mun ekki gera okkur neina greiða í þessari seríu og því verðum við að vera ákveðnir í kvöld," sagði Nowitzki.

Fastlega er reiknað með því að Raja Bell verði aftur í byrjunarliði Phoenix í nótt, en hann spilaði óvænt í síðasta leik eftir að hafa meiðst á fæti. Bell sagðist hafa stífnað nokkuð upp í fætinum eftir leikinn, en hefur lofað að spila í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×