Viðræður í Mosfellsbæ í óvissu 1. júní 2006 17:30 Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna eru í mikilli óvissu eftir að framsóknarmenn slitu formlegum viðræðum í dag. Einhverjar þreifingar eiga sér þó stað og ræðst það að öllum líkindum í kvöld eða morgun hvort að samstarfinu verður. Viðræður um meirihlutasamstarf milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag. Töluverð leynd hefur hvílt yfir viðræðunum en þær hafa hingað til ekki skilað árangri. Svo virðist sem þolinmæðin sé að bresta hjá framsóknarmönnum því samkvæmt heimildum fréttastofu sendi oddviti framsóknarmanna, Marteinn Magnússon, hinum flokkunum bréf í morgun og sagðist vilja slíta formlegum viðræðum. Ástæðan er sú að tillaga framsóknarmanna um að jafnræði gildi milli flokkanna varðandi skipan í embætti og nefndir í bæjarfélaginu hlaut ekki hljómgrunn í viðræðunum. Framsóknarmenn munu þó hafa lýst yfir vilja til óformlegra viðræðna í kvöld. Karl Tómasson, oddviti Vinstri - grænna, staðfesti við fréttastofu að framsóknarmenn hefðu viljað slíta formlegum viðræðum og að málið væri á viðkvæmu stigi. Vinstri - græn hefðu þó ekki tekið afstöðu til þeass hvort þau færu í óformlegar viðræður. Hanna Bjartmars Arnardóttir, annar fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, kannaðist hins vegar ekki við að viðræðum hefði verið slitið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ljóst er að málið er viðkvæmt en ekki er ljóst hvort af óformlegum viðræðum milli flokkanna verður í kvöld. Fréttastofu er ekki kunnugt um að viðræður séu hafnar á milli Sjálfstæðisflokksins og einhverra hinna flokkanna um hugsanlegt samstarf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna eru í mikilli óvissu eftir að framsóknarmenn slitu formlegum viðræðum í dag. Einhverjar þreifingar eiga sér þó stað og ræðst það að öllum líkindum í kvöld eða morgun hvort að samstarfinu verður. Viðræður um meirihlutasamstarf milli Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag. Töluverð leynd hefur hvílt yfir viðræðunum en þær hafa hingað til ekki skilað árangri. Svo virðist sem þolinmæðin sé að bresta hjá framsóknarmönnum því samkvæmt heimildum fréttastofu sendi oddviti framsóknarmanna, Marteinn Magnússon, hinum flokkunum bréf í morgun og sagðist vilja slíta formlegum viðræðum. Ástæðan er sú að tillaga framsóknarmanna um að jafnræði gildi milli flokkanna varðandi skipan í embætti og nefndir í bæjarfélaginu hlaut ekki hljómgrunn í viðræðunum. Framsóknarmenn munu þó hafa lýst yfir vilja til óformlegra viðræðna í kvöld. Karl Tómasson, oddviti Vinstri - grænna, staðfesti við fréttastofu að framsóknarmenn hefðu viljað slíta formlegum viðræðum og að málið væri á viðkvæmu stigi. Vinstri - græn hefðu þó ekki tekið afstöðu til þeass hvort þau færu í óformlegar viðræður. Hanna Bjartmars Arnardóttir, annar fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, kannaðist hins vegar ekki við að viðræðum hefði verið slitið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ljóst er að málið er viðkvæmt en ekki er ljóst hvort af óformlegum viðræðum milli flokkanna verður í kvöld. Fréttastofu er ekki kunnugt um að viðræður séu hafnar á milli Sjálfstæðisflokksins og einhverra hinna flokkanna um hugsanlegt samstarf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira